Færsluflokkur: Bloggar
16.9.2010 | 08:28
Hvor lýgur...
Það sem mig langar að vita er hvort það sé Fjármálaráðherra Íslendinga Steingrímur J. Sigfússon sem er að segja Þjóðinni ósatt eða Viðskiptablaðið...
Steingrímur var spurður um þetta í gær og þvertekur fyrir að nýtt tilboð sé í gangi...
Þessar lygar er ekki hægt að líða lengur og það verður að fara að reka þessar lygar jafnóðum ofan í þessa ráðamenn í Ríkisstjórninni svo það sé hægt að gera þeim grein fyrir því að svona vinnubrögð er ekki það sem að við Þjóðin líðum... Það skiptir engu máli í hvaða sæti í Þjóðfélagsstiganum fólk er lygar eiga ekki að líðast...
Við höfum boðorðin tíu sem part af okkar siðareglum í lífinu okkar og að við Íslendingar skulum vera með Ríkisstjórn sem finnst alveg sjálfsagt að ljúga út og suður er ekki sjálfsagt og á ekki að vera...
Vanhæf er þessi Ríkisstjórn í alla staði og á hún að hafa vit á því að koma sér frá tafarlaust vegna þess að heiðarleiki var það meðal annars sem að þjóðin kallaði eftir í síðustu kosningum og það er ekki heiðarleiki að láta kjósa sig meðal annars á þeirri forsendu að óreiðureikningurinn Icesave sé ekki þjóðarinnar að borga, en svo um leið og fólkið komst til valda þá er allt, já allt gert til að reyna eins og hægt er að koma þessum óhroða á herðar okkar til borgunar...
Það á að fara með Icesave fyrir dómstóla og Íslendingar eiga að leita réttar síns í þessu mikla ÓRÉTTLÆTIS máli sem þetta Icesave mál er fyrir mínum augum hjá okkur Íslendingum...
![]() |
Nýtt Icesave-tilboð í undirbúningi? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
16.9.2010 | 08:01
Ríkisstjórnin er eiðsvarin til að hugsa um hag og velferð okkar...
þetta er að verða háttur Steingríms J. Sigfússonar Fjármálaráðherra að koma með fréttir annan daginn um að núna sé allt að verða svo gott og kreppan komin út í enda eftir hans orðum. Svo undartekningarlaust koma fréttir á eftir sem segja allt annað...
Þetta er mjög alvaraleg staða sem er komin upp og er ekki hægt að ætlast til þess að þessar Hjálparstofnanir taki að sér það hlutverk sem á að vera í höndum Ríkisstjórnarinnar, það er að sjá til þess að allir eigi ofan í sig og á.......
Þessi Ríkisstjórn er Vanhæf í öllu.
Þessi Ríkisstjórn lýgur að okkur Landsmönnum....
Það er spurning hvort það verði ekki að vekja upp kröftug mótmæli til þess að koma þessum svikaaðilum sem í Ríkisstjórn eru frá tafarlaust....
Veit Ríkisstjórnin ekki að hún er eiðsvarin til að hugsa um hag og velferð okkar Landsmanna á þann hátt sem er okkur fyrir bestu...
Hvernig getur Ríkisstjórnin heimfært það að betur fari um fólkið hennar út á götu í eymd og volæði...
![]() |
Erfiður vetur framundan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
15.9.2010 | 15:38
Nei takk...
Við Íslendingar höfum ekki efni á því að taka fleiri lán...
Það er ekki til peningur til að gera eitt eða neitt vegna þess að þessi Ríkisstjórn sem er við völd heldur að hún geti bara rekið þjóðfélagið á lánum á lán ofan og skattahækkunum þar á til að geta leikið sér...
Það sem á að gera er að henda atvinnulífinu í gang og auka framleiðslu í landinu...
Það þarf að fara að vinna fyrir þessum samansöfnuðu skuldum í Ríkissjóði en ekki að taka fleir lán, og hvað þá lán sem er á himinháum vöxtum vegna skuldarstöðu þjóðarinnar....
Hingað og ekki lengra með samvinnu AGS.
![]() |
Þriðja endurskoðun að hefjast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.9.2010 | 15:15
Ég er hneyksluð...
Það verð ég að segja að ég er hneyksluð á þessum vinnubrögðum Samfylkingarinnar.....
Vissulega er Ingibjörg Sólrún ekkert með hreinna borð en hin, en hún var svo sannarlega ekki ein...
Það sem er að slá mig er að Ingibjörg Sólrún sé það útspil sem Samfylkingin fórnar. Það gleymist algjörlega að Ingibjörg Sólrún veiktist alvaralega á þessum tíma og fékk varamann inn sem mig minnir að hafi verið Össur Skarphéðinsson... Að ráðast á Ingibjörgu Sólrún getur vel verið rétt en það á að taka hina fyrir líka, það er ekki lengur hægt að líða þessi vinnubrögð Samfylkingarinnar sem er greinilega svo Sið-blind að sálu Þjóðarinnar selja þau frekar en að viðurkenna mistök...
Það er komið í ljós að Ingibjörg Sólrún og Össur Skarphéðinsson hafi haldið mikilvægum upplýsingum frá Björgvini G Sigurðssyni á þessum mikilvæga tíma, svo hvað er málið að kalla hana eina fyrir eiginlega annað en að hana ætlar Samfylkingin að gera að blórabögli að þessu mikla klúðri sínu frekar en að viðurkenna mistök eins og segi að ofan...
Svei og skömm segi ég...
![]() |
Ingibjörg Sólrún ræðir stöðu sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2010 | 09:05
Sammála er ég honum...
Ég er sammála orðum Herra Ólafs Ragnars Grímssonar Forseta Íslendinga að þessar skuldir ( Icesave ) sem til urðu vegna misgjörða hjá eigendum þessara Einkabanka sé ekki okkar almenna skattborgara að greiða og þar af leiðandi ekki okkar að borga...
Aftur á móti þá er ég ekki eins viss um að þessi staða sem uppi er með Icesave hafi ekki áhrif á ESB umsókn Íslendinga...
Annað er búið að hljóma í eyrum okkar frá Bretum og Hollendingum þar sem okkur Íslendingum hefur verið hótað akkúrat með þessu...
Ekkert ESB nema Icesave verði borgað...
Öðruvísin hótanir höfum við Íslendingar fengið frá Fjármálaráðherra okkar Steingrími J Sigfússyni, þar sem hann fór svo langt að segja að við Íslendingar gætum dáið úr þorsta ef við borgum ekki Icesave... Hann hefur líka sagt að við Íslenskir skattgreiðendur eigum bara... Óréttlæti eða réttlæti, Svona væri þetta bara heimurinn væri ekki alltaf réttlátur sagði hann við Norskan blaðamann ef ég man rétt.
Það þarf að rannsaka af hverju Fjármálaráðherra sé svona borgunar-glaður gagnvart þessum Icesave óhroða og hvað gerði það að hann gaf undirskrift sína í skjóli nætur fyrir greiðslu á þessum óhroða reikning án þess að svo mikið sem lesa hvað hann var að kvitta fyrir....
Þetta eru mjög alvaraleg vinnubrögð...
Svona vinnubrögð frá starfsfólki er ekki hægt að líða og á ekki....
Þar sem að ég vil ekki í ESB og ég á engan þátt í þessum Icesave óhroða þá segi ég að það á að hætta öllu þessu Icesave funda-rugli, Íslenska þjóðin á að fara í klossana sína núna og fara með þetta mikla ÓRÉTTLÆTISMÁL Icesave fyrir dómsstóla tafarlaust og hefði átt að vera búið að því...
![]() |
Ósanngjarnar kröfur um Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
14.9.2010 | 13:28
Góð spurning...
Hann er að segja og gera það sem að Ríkisstjórnin ætti að vera að segja og gera varðandi Icesave.
Varðandi ESB og þessa spurningu þá er hún eðlileg miða við það sem við erum búin að vera vitni að í samskiptum.
Það er spurning hvor Ríkisstjórn Íslendinga sé gengin í þennan ESB klúbb...
Ríkisstjórnin veit það sama og þjóðin veit um skyldu sína til þessa Icesave-óreiðuskuldar sem eru nákvæmlega engar vegna þess að það er ekki okkar Íslenskra skattgreiðenda að borga þessa Icesave óreiðu.
ESB eða ekki... þá er eitt á hreinu og það er að við látum ekki setja okkur í ánauð og eymd bara til þess að geta mætt kröfu fárra Íslenskra einstaklinga, já ég segi fárra Íslenskra einstaklinga sem vilja í ESB vegna þess að það er innan við 30% Þjóðarinnar sem vill í þennan ESB klúbb ef klúbb er hægt að kalla...
![]() |
Hvers konar klúbbur er þetta? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2010 | 07:57
Ríkisstjórn á skjön við vilja Þjóðarinnar...
Þau fengu frest vegna þess að það urðu Ráðherraskipti...
Þjóðin er búin að segja sitt orð um þessa óreiðu Icesaveskuld svo hvað er málið eiginlega... Af hverju var ekki tekin eindregin stefna í þessu máli um leið og vilji þóðarinnar lá fyrir....
Fyrir mér er hundurinn grafin í því að Bretar og Hollendingar eru með loforð um fulla greiðslu á þessari óreiðuskuld frá núverandi Ríkisstjórn, svo ef við Íslendingar ætlum ekki að láta troða Icesave á okkar herðar, þá er bara ein leið til og hún er að reka núverandi Ríkisstjórn frá og kalla eftir nýjum kosningum þar sem fólk kemur inn sem er tilbúið að vinna fyrir þjóðina af heilum huga með vilja þjóðarinnar að leiðarljósi...
Bretar og Hollendingar bakka eðlilega ekki frá kröfu sinni á meðan núverandi Ríkisstjórn er við völd. Ríkisstjórnin er búin að gefa loforð sitt fyrir fullri greiðslu á þessu Icesave gegn vilja okkar Íslendinga, svo ég myndi halda að næsta skref væri í okkar Íslendinga höndum þar sem vilji Ríkisstjórnarinnar er á skjön við vilja Þjóðarinnar...
![]() |
Svar til ESA vefst fyrir íslenskum stjórnvöldum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.9.2010 | 09:37
Var einhver að hugsa hvort Heimilin réðu við...
Það er alveg ótrúlegt að heyra þær fréttir núna þar sem umræðan snýst um það hvort þessir Ráðamenn munu hafa efni á því að borga sekt þá sem gæti komið til þeirra ef fyrir Landsdóm fara...
Það á að dæma þessa menn til fangelsisvistar og ekkert annað....
Það var engin að hugsa um það hvort heimilin eða fyrirtækin réðu við þessar ofvöxtnu afborganir sem komnar voru... Vegna þessa ólöglegu-lánaforma sem allir Ráðamenn vissu um og þetta lánaform var að sprengja alla skalla í vexti sínum...
Við skulum athuga það að öll umræða um þennan Landsdóm þar sem reynt er að gera eins litið úr honum og hægt er, er eingöngu komin til vegna þess að Landsdómur hræðir...
Það á ekki að þykja sjálfsagt að setja heillt Þjóðfélag á hausin vegna þess að um ólöglegar og óábyrgar ákvarðanir sem og aðgerðir var að ræða...
Það á ekki að vera sjálfsagt að hinn Íslenski skattborgari tapi öllu sínu og fari í ánauð vegna vorkunsemi til þeirra sem að áttu að passa það að Hagur Þjóðarinnar yrði hjá Þjóðinni sjálfri, en ekki hjá þeim sem að rændu og ruppluðu öllu...
Við Íslendingar viljum væntanlega ekki að svona atburðir geti gerst aftur svo glatt eða hvað...
Við skulum athuga það, að ef ekkert verður gert í refsingum þá á allt þetta eftir að gerast aftur og aftur alveg þar til það verður tekið svo hart á því með refsingu að menn fara að læra...
Refsing á ekki að vera fé-sekt heldur löng fangelsisvist svo það hljótist lærdómur af þessu...
Höldum vörð um Landið okkar fagra Ísland vegna þess að við Íslendingar erum Þjóð þess....
![]() |
Ólga og hörð viðbrögð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2010 | 19:27
Vangá var það með sofandahætti...
Hversu langt menn komust upp með verk sitt er eingöngu vegna þess að Ráðamenn eins og hann og fleiri ákváðu að gera ekki neitt....
Það er alveg hægt að ímynda sér hvernig hlutirnir hefðu farið ef að það hefði strax verið tekið á málunum þegar þau byrjuðu að sýnast eins og þau fóru... það að kjósa að horfast ekki í augu við það sem fór af stað þegar þetta byrjaði allt saman er það ALVARALEGASTA í þessu öllu saman og þess vegna fór sem fór...
Þess vegna segi ég að Ráðamenn á þessum tíma sem og Ráðamenn í dag verða að sæta ábyrgð á þessum gjörðum sínum sem voru þær að gera ekki neitt og gera vittlaust...
Ráðamenn í dag segi ég vegna þess að Ríkisstjórnin sem nú er, er sú Ríkisstjórn sem hefur verið að hjálpa þessum fjárglæframönnum að klára verk sitt með því að rétta þeim helst allar eigur Landsmanna sem og setja Landsmenn og afkomendur þeirra í skuldaánauð um ókomna framtíð...
Rétt er hjá Geir H. Haarde að Ráðherrar voru ekki þeir sem að rændu, en Ráðherrar voru það sem hjálpuðu fjárglæframönnunum að ræna með sofandahátt sínum í að gera ekki neitt þegar ljóst var hvert var að stefna...
![]() |
Hrunið ekki rakið til stjórnmála |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.9.2010 | 18:59
Ríkisstjórnin á að segja af sér tafarlaust...
Þetta er stór áfellisdómur fyrir núverandi Ríkisstjórn sem lét kjósa sig til að bjarga heimilum og fyrirtækjum hins almenna Íslenska borgara frá fjárglæframönnunum og Ríkisstjórnin lét líka kjósa sig að tryggja það að það yrði ekki okkar Íslenska almennings að borga Icesave óreiðuskuld þessa fjárglæframanna.
Það er allt ( fyrir utan ESB umsóknina ) búið að snúast um að bjarga þessum fjárglæframönnum á okkar kostnað...
Það verður að taka á þessum sofanda hátt sem þau í Ríkisstjórninni kjósa að kalla þessa vanrækslu SÍNA sem og fyrrverandi Ríkisstjórna með fangelsisdómum en ekki breyta lögum...
Það er þessi vanræksla sem er mjög alvaraleg að skuli hafa viðgengist og engin hreinlega þorað að standa á sýn sinni á þessum tíma það er þeim sem sáu hvað var að gerast....
ÞAÐ HRUNDI ALLUR FJÁRMÁLAHEIMURINN Á ÍSLANDI Á OKKAR KOSTNAÐ EINS OG ÞETTA ER Í DAG....
ÞAÐ ERU FLEST ALLAR EIGNIR LANDSMANNA AÐ FARA NÚNA TIL ÞESSARA FJÁRGLÆFRAMANNA Í BOÐI NÚVERANDI RÍKISSTJÓRNAR OG HVAÐ SEGIR ÞAÐ OKKUR.....
Þessi Ríkisstjórn er spilltari en allar fyrri Ríkisstjórnir og það skiptir engu máli hvað eitthver gerði á undan sem réttlætir þetta sem þessi Ríkisstjórn er búin að gera þjóð sinni fyrir þessa fjárglæframenn...
Vanhæf Ríkisstjórn sem verður tafarlaust að sjá brot sitt og víkja, það á ekki að þurfa að gera allt brjálað til að svo verði ef fólk er að haga sér eins og vitiborið fólk á að gera, og væntanlega veit Ríkisstjórnin sem og fyrri stjórnir um öll brot sín eins og vitiborin manneskja myndi gera hummm....
![]() |
Áfall að ekki náðist samstaða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar