Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Sjálfstæði okkar sem manneskjur.

Þetta finnst mér vera merkilegar fréttir fyrir okkur Íslendinga og finnst mér þær vera að segja okkur hversu dýrmætt og mikilvægt Sjálfstæði okkar er sem manneskjur sem og að vera Sjálfstæð Þjóð.

Að vera sjálfstæður er mikil og stór ábyrgð. 

Að vera Sjálfstæður er að vera vitiborin og vita hvað er sjálfum sér fyrir bestu.

Að vera Sjálfstæður er að hafa greind til að gera mun, mun á því að vita, að það sem manni langar í er ekki alltaf það sem er manni fyrir bestu.

Að vita að allt sem maður ákveður og gerir er manns eigin ákvörðun alltaf á endanum að gera og framkvæma, og ekki hægt að kenna öðrum um.

Í einföldu máli þá á Sjálfstæður maður að hafa vitið fyrir sjálfum sér. Það krefst þess að vera meðvitaður við fortíð og framtíð og stíga næstu skref í lífinu út frá því sem er manni fyrir bestu.

Er þetta bara smá af því sem kom í huga mér við lestur þessarar fréttar, og langaði mér að deila því með ykkur. Því að í mínum augum þá krefst það miklar ábyrgðar að vera sjálfstæður.

Og mér sem fannst þegar ég var lítil stelpa það að vera Sjálfstæð væri einhvað svo spennandi og mikilvægt markmið í lífinu að ná. Sem og það er, Það á að vera mikilvægt fyrir alla og reyndar sjálfsagður réttur hvers og eins að geta ráðið yfir sjálfum sér, og markmið hvers og eins að verða sjálfstæð og ábyrg manneskja hvar sem er í heiminum. Það er miklu meir en það sem ég segi hér í fáum orðum um ábyrgð þess að vera sjálfstæð, en langaði eins og sagði að deila þessari hugsun minni með ykkur.  Kveðja.


mbl.is Ísland forsmekkurinn að því sem koma skal?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ja hérna bara.

Það mátti greinilega sjá að hann hefur orðið fyrir miklum vonbrigðum blessaður maðurinn, og þurfti ekki nema einn mann til. Núna getur hann sett sig í spor þjóðarinnar sem er búin að verða fyrir mörgum svona vonbrigðum frá Ríkistjórn sinni, hvernig okkur þjóðinni er búið að líða mörgu sinnum eftir að hver lygin á fætur annarri fór að uppvísast frá þeim og kannski stæðsta lygin að ætla að keyra þennan samning ólesinn í gegnum Alþingi og krefjast samþykkis á honum tafarlaust þannig. Án þess að lesa hann sjálfur...

Bara þegar ég rifja þetta atriði upp, þá verð ég mikið reið og sár í hjarta mínu, reið  fyrir þvílík ábyrgðarlaus og kæruleysisleg vinnubrögð var um að ræða hér frá Ríkistjórn, og áttum við þjóðin kannski að rísa þarna upp, en einu sinni er það nú þannig  að við erum bara mannleg inn við beinið öll sömul, og áttum ekki von á öðru en að við værum komin með Ríkistjórn sem væri að vinna vinnuna sína fyrir okkur.

Ég treysti ekki Fjármálaráðherra okkar honum Steingrími J Sigurðssyni til að fara út til Bretlands og tala fyrir okkar máli. Að tala fyrir okkar máli verður kannski kennsla hjá honum í tala okkur til hlýðni með íllu eða góðu, og það er ekki það sem við þurfum. Lagalega séð þá er búið að vera að brjóta á okkur Íslendingum með því að þröngva annarra manna skuldum á herðar okkar til greiðslu. Það er verið að setja okkur í miklar þrengingar, svo maður noti nú fínna orð en ánauð.. Svo miklar þrengingar að við sjálf erum ekki að geta séð okkur fara í gegnum þær. Þrengingar sem við þyrftum kannski ekki að fara í gegnum.

Ríkistjórnin hefur ekki getað sýnt okkur neina raunhæfa leið út úr þessu í framtíðinni, jú einhverja lánalínu leið, og einhver orð sem standast svo ekki stein við stein.

Ég er mest hrædd um að það verði bara gefin frekari loforð ofan á loforð um að þetta allt saman verði bara greitt, sem á svo ekki eftir að standast eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna ef Icesave verður fellt.. En Ríkistjórnin er kannski komin í sama veruleikanum og hún var í fyrir niðurstöðu Forsetans, og gerir bara ráð fyrir því að kennslan frá Bretum eigi eftir að virka. Verum vakandi áfram yfir þessu stóra máli sem er ekki okkar ef rétt er á litið og greinilega ekki búið.  Kveðja.


mbl.is Ákvörðun forsetans vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er stórlöskuð...

Mikið er ég sammála Forætisráðherra okkar Jóhönnu Sigurðardóttir með það, að stjórnvöld verði talin ófær um að taka bindandi ákvarðanir erlendis frá ef hennar Ríkistjórn verður ( fær að vera ) áfram. Ég er ekki hrædd um stöðu okkar útá við ef við höfum fólk sem er með okkar hag og rétt í huga að vinna að þessu máli fyrir okkur. Með okkar orð um að ekki muni standa á okkur að borga það sem við getum upp í þessa  lágmarks Ríkisábyrgð, þegar endurheimtur eru búnar á öllu sem er hægt að koma í verð, og sú tala sem eftir stendur og vantar á í þessa lágmarks ríkisábyrgð verði greidd af okkur ef við getum.

Það vantar allveg að það komi alstaðar fram að það voru ekki við sem stálum þessum eigum frá Bretum og Hollendingum. 

Það vantar líka alveg að það komi fram að Íslendingar voru rændir líka.

Það vantar líka alveg að það komi fram að þetta voru Einkabankar með enga Ríkisábyrgð á bak við sig, hvað þá ríkisábyrgð á innistæðutryggingasjóði þessa Banka. Það vantar líka alveg að það komi fram að við höfum  fengið að vita það að þessi ákvæði varðandi enga ríkisábyrgð á þessum Einkafyrirtækjum voru SÉRSTAKLEGA kynntir fyrir Bretum og Hollendingum. Svo maður spyr hvernig getur það verið okkar að borga...

Þetta er staðreynd sem Ríkistjórnin hefði átt að standa á fyrir okkar hönd, en kaus að gera ekki. Vegna núverandi Ríkistjórnarinnar er þessi hræðilega mynd af okkur útá við, að við séum bara ábyrgðarlaus... 

Ef einhver er uppvís að því að vera ábyrgðarlaus hér í þessu máli þá er það ríkistjórn okkar vegna alla þessa lyga sem hún búin að verða uppvís að og að grípa til, vegna alls þessa undanskota með mikilvæg gögn er varða þetta mikla mál líka. Ríkisstjórnin er stórlöskuð og á að fara heim til sín.  Kveðja.


mbl.is Staða Íslands væri stórlöskuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barnalegt og til skammar.

Ja hérna einu sinni en. Lagði einhver álögur á þessa ríkistjórn er ég farin að velta fyrir mér, eða er hún virkilega svona veruleikaskert....

Þetta eru stór orð, en eiga hreinlega fyllilega rétt á sér hér. Það er eins og það sé hula fyrir augum og eyrum Ríkistjórnarinnar. Þetta er, ég veit bara ekki í hvaða skipti sem við erum að heyra þessa tegund af hótunum, og mikið vildi ég nú að þessi Ríkistjórn færi að standa við þessi orð sín...

Ég er farinn ef ég fæ ekki það sem ég vil...

Að halda að valið sé á milli Forseta okkar vor eða Ríkistjórnar er ekki bara rétt. Við Þjóðin erum marg búinn að sína Ríkistjórninni með skoðun okkar sem og áliti að við treystum henni ekki. Ekkert af kosningarloforðum hefur staðist hjá þessari Ríkistjórn sem laug sig til valda til að geta bjargað eigin ..... .

Þessi Ríkistjórn á að víkja tafarlaust. Þetta eru hótanir eins og börnin nota á meðan þau vita og kunna ekki betur um mannleg samskipti sem og tjáninga leiðir. Vanhæf Ríkistjórn sem á víkja tafarlaust.  Kveðja.


mbl.is Segir valið standa milli ríkisstjórnar og forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvor segir satt...

Hvor segir ósatt hér Herra Mark Flanagan eða Forsætisráðherra okkar Jóhanna Sigurðardóttir það vil ég vita og við ættum að krefjast þess að fá að vita hvor er að segja satt, og hvor ósatt. vegna þess að í dag fengum við að heyra frá Forsætisráðherra okkar Jóhönnu Sigurðardóttur að það hefði verið skrifað undir loforð til AGS um að Íslendingar myndu greiða Icesave. Hún sagði að þetta loforð hefði orðið að vera til að AGS myndi hjálpa okkur og lána, það hafi verið háð því að Icesave yrði borgaði...

Svo hver er að segja satt hér vil ég fá að vita og hver er að segja ósatt. Þetta er alvaraleg staða hjá hvoru þeirra sem er, sem er að segja ósatt.  Allt upp á borð hérna, þessi staða hefur komið áður upp, og það er ekki hægt líða svona tvísaga fréttir og þeim ekki fylgt eftir.  Það verður að þora að stinga á kýlin svo drullan komi út, öðruvísi er ekki hægt að hreinsa upp.  Sannleikann á borð hér blaða og fréttamenn.   Kveðja.


mbl.is AGS: Icesave ekki skilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vil fá að sjá...

Ég er komin á það að mig langar að sjá þennan stöðuleikasáttmála sem er verið að tala um..

Það vaknar upp sú spurning hjá mér hvort það gæti hreinlega verið að það sé verið að tala enþá um þann sáttmála sem farið var af stað með í upphafi...

Það getur ekki verið að sá sáttmáli hafi verið svona hræðilega vondur fyrir okkur... Svo vondur að fólk átti bara að missa eignir sína, missa vinnuna sína án þess að nokkur plön um uppbyggingu á atvinnulífinu kæmu á móti.Hækkun á sköttum áttu allir von á, en kannski ekki alveg þessum, hækkun álaga lækkun launa, svo einhvað sé nefnt. Var þetta allt í stöðuguleikasáttmálanum ? Ég spyr..

Eða var hann svona vondur frá upphafi og það alveg farið framhjá mér. Ef hann hefur verið sýnilegur þá hefur hann alveg farið framhjá mér. Mér finnst rétt að ég og við fáum að sjá þennan stöðuleikasáttmála sem er verið að fara eftir í dag, og þann sem var farið af stað með í upphafi ef svo væri að ekki væri verið að tala um sama sáttmála. Réttur minn tel ég.  Kveðja.


mbl.is Stöðugleikasáttmálinn ekki í uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál.

Það liggur við að maður segir ekki annað en gott mál.

Þetta verður líka að vera frumvarp sem gerir þjóðinni kleift að geta sagt sitt. Það má hvergi vera gengið á rétt okkar sem Sjálfstæð Þjóð. Það þarf að vera okkur alveg ljóst. Svo gott mál að eitthvað er að Þokast í átt að einhverju.  Kveðja.


mbl.is Þing komi saman í vikulok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiga að standa við orð sín.

Þetta er alveg ótrúlegt allt saman, en og aftur eitt sagt í dag og annað liggur við að ég segi í gær.

Aðspurð sagðist Jóhanna ekki vita til þess að stjórnarsamstarfið sé í hættu vegna þessa aðgerðar Forsetans. Ég hef ekki lengur tölu á því hversu oft ég er búin að lesa eða heyra þau ummæli að ef þessi samningur verði ekki samþykktur þá sé líf þessa Ríkisstjórnar lokið.

Það er ekki að ræða að hún Jóhanna eða Steingrímur sitji áfram í Ríkistjórn fyrir mitt leiti og segi ég þeim tafarlaust upp störfum sínum. 

Ég krefst þess að þau standi við þessi orð sín núna. Þeim er ekki treystandi lengur, saman ber fréttum erlendis frá í dag um orð þeirra gagnvart þessari neitun Forsetans. 

Stöndum vörð um hagsmuni okkar og Þjóð, sem og Sjálfstæði.  Kveðja.


mbl.is Undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikfléttan að opinberast...

Bíðum nú við... Voru þessi lán líka tekinn með loforði um að seinni lánasamningurinn sem Forsetinn var að neita að skrifa undir yrði greiddur og samþykktur...

Hvernig getur staðið á því að þau eða hún Ríkistjórnin hafi komist upp með það að gefa öll þessi loforð út í loftið án þess að sína fram á undirskrifað loforð frá Alþingi sem og ríkistjórn um samþykkta ríkisábyrgð á þessu...

Við skulum athuga það að norrænu ríkin skrifuðu undir þessa langtímalánasamninga við Íslenska Seðlabankann síðast liðið sumar og er upp á 1,8 milljarð evra. Það kemur að vísu hvergi fram í fréttinni hverjir eru vextir á þessu láni, og væri gaman að fá að vita hverjir þeir eru.

En þetta er gert í sumar.. og hvenær í sumar langar mig að vita.. var það fyrir samþykkt fyrri lánasamnings sem átti sér stað 28 ágúst 2009.... Getur einhver sagt mér það. Það er mikilvægt að öll þessi leikflétta sem Ríkistjórnin er búinn að vera með, og nota, verði gerð uppvís. Hefur Ríkistjórnin  notað óspart þessa leikfléttu sína til að þrýsta á niðurstöður í sínum málum.  Upp á borð með allt saman núna.  Kveðja.


mbl.is Mun væntanlega fresta norrænum lánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En ekki hvað...

Það var náttúrulega ekki við öðru að búast, þar sem öll endurreisnin hjá þessari Ríkistjórn er byggð á lánatökum, en ekki því sem kemur inn í Ríkiskassann og hvað sé hægt að gera með þá upphæð. Það liggur við að manni finnist maður vera gamaldags að hugsa svona, en auðvitað á það ekki að vera og allur rekstur í hvaða formi sem hann er, fyrirtæki, heimili nú eða ríkisbúskapur ætti að vera rekin þannig. Það er að ganga út frá því sem er. Þegar sú staða er ekki að ganga upp þá þarf að endurskoða hlutina og sjá hvar hringurinn er ekki að ganga rétt. Að taka bara lán á lán ofan, í von um að allt lagist bara að sjálfu sér er ekki rétt leið.

Rétt leið er að horfa á stöðuna og sjá hvað er ekki að snúa rétt. Hvað þarf að auka í framleiðslu til að mæta auknum útgjöldum, hvar þarf að laga óþarfa og bruðl, nú með því að fjarlægja burt þá hluti eða gera breytingar í formi niðurskurðar er rétta leiðin, ekki að taka bara lán.

Að vilja hjálpa einhverjum sem á í vandæðum eða vanda vandans vegna, er ekki hjálp til að knésetja.

Það kom fram hjá Jóhönnu Sigurðardóttir að það hefði verið skrifað undir loforð í nóvember 2008 fyrir láni frá AGS. um að það væri háð því að Icesave yrði greitt. 

Segir allt orðið svo gott vegna þess að þau gáfu loforð fyrir greiðslu þessa nýja samnings. ICESAVE.

Ég treysti hvorki orðum Jóhönnu Sigurðardóttir eða orðum Steingríms J Sigurssonar. Steingrímur segist hafa áhyggjur af mynd sem gæti risið upp af Íslandi...

Hann er ekki að sjá að sú mynd sem heimurinn er með af þessu máli er vegna orða sem hafa komið frá þeim sjálfum, orð um að Íslendingar vilji ekki borga og séu bara reiðir.... Ég óttast, óttast vegna þess að hvorki hann eða Jóhanna virðast gera sér grein fyrir réttu myndinni á þessu öllu saman, og þess vegna orðið okkur til frekari skaða með einhverjum orðum sem er svo ekki eins auðvelt að taka til baka. Einhver staðar segir máltækið.. að margur haldi að það sé betra að vera fyrri til að rægja náungann í von um að minni trúverðugari verði náunginn. Ég vil að þessi Ríkistjórn fari frá. Hún er búinn að verða uppvís að þvílíkum lygum þó ljótt er að segja, en satt engu að síður og þess vegna verður erfitt að trúa einhverju sem á eftir að koma frá henni, hversu satt sem það mun vera. Það kemur vonandi í ljós hver á hvaða drullu hérna í þessu ICESAVE máli. Það er mikilvægt að við Íslenska þjóðin getum farið að halda áfram út frá því sem. Hvort sem það eru skuldir sem og eignir, þá þarf að ganga út frá því sem er til að moða og engu öðru eins og ég segi hér á undan. Pössum Ísland segi ég. Kveðja.


mbl.is Endurreisnaráætlun í uppnám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband