Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
5.1.2010 | 11:54
Ábyrgðin í okkar höndum.
Ég óska okkur öllum til hamingju með þessa ákvörðun Forseta okkar. Hún var og er sú eina rétta í stöðunni. Þetta er ekki okkar skuld frá upphafi, það eru einstaklingar á bak við hana og því meigum við ekki gleyma. Ég hafði fulla trú á Forseta mínum, en jafnframt hef ég líka skilning á því að þetta er mikil og stór ákvörðun sem hann er að taka fyrir OKKUR Íslendinga, hann lagði sterka áheyrslu á orðin að setja þessa miklu ábyrgð á hendur OKKAR þjóðarinnar, vonandi vitum við öll hvað það þýðir.
Við teljum okkur vera viti-bornar manneskjur og að vera viti-borin þýðir að vita mun á hvað er rétt og hvað er rangt. Að þröngva einhverju á einhvern sem hann eða hún á ekki er aldrei rétt. Þessi sitjandi Ríkistjórn verður að víkja núna vegna allra orðana sem hún er búinn að láta frá sér í þessu máli. Hótanir út og suður eins og ég hef áður skrifað um, einnig vegna þess að Ríkistjórnin er gjörsamlega RÚIN öllu traustu frá stórum hluta þjóðar sinnar.
Höldum vörð um Ísland okkar fagra og sjálfstæði okkar. Kveðja.
Staðfestir ekki Icesave-lög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2010 | 23:32
Furðulega orðað.
Þessa frétt varð ég að lesa tvisvar. Hún er stórfurðuleg að miða við að Forsetinn er ekki búinn að segja sitt orð.
Ég hefði skilið þennan reiðilestur í orðum hans ef að Forsetinn væri búinn að segja sín orð og þau orð yrðu þjóðinni í vil. Það er að Forsetinn segði að honum bæri skylda að hlusta á þessa miklu gjá sem væri komin milli Þings og Þjóðar, og setja þetta mikla mál sem Icesave er okkur öllum í hendur okkar Þjóðarinnar.
En það er sjálfsagt hægt að lesa margt annað líka í þessa frétt, en mín túlkun er þessi.
Hann ásakar og fullyrðir um endalok á einhverju sem við vitum ekki um, eða ég allavega túlka þessa frétt þannig og fæ ekkert annað útúr þeim lestri en einhver endalok eru búinn að eiga sér stað þarna á heimabæ hans.
Það verður mikill og örlagaríkur dagur á morgun hjá Þjóðinni þegar klukkan verður loksins 11. Kveðja.
Segir sáttatón stjórnarandstöðunnar falskan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2010 | 11:03
Dulbúinn hótun ?
Engin heimsendir hér, engar fréttir um að fjármálamarkaðarnir hafi ekki ekki getað opnað í morgun þó að það sé ekki búið að samþykkja ICESAVE klafan á herðar okkar.
Hvað segir það okkur hinum almenna borgara hér á Íslandi...
Að allar þessar hótanafréttir frá hinum og þessum úr ríkistjórninni í gær ná engri átt og hljóta að spegla ástand Ríkistjórnarinnar sem er búinn að verða sér til ALGJÖRAR SKAMMAR.
Algjörar skammar og ég sem Íslendingur skammast mín fyrir þessa Ríkistjórn og verkskipulag hennar. Hún Ríkistjórnin verður að víkja vegna þessa framkomu og háttarlags. Þetta er lýsandi dæmi um að spennuþröskuldurinn hennar er búinn og við höfum ekkert að gera við stjórn sem er farinn á taugum. Forsetinn ætti að standa fast við þá fyrirvara sem voru settir á í sumar, þeir gefa okkur Íslendingum allavega pínu von um að við gætum staðið skuldbindingar okkar þó útlitið sé ekki bjart fyrir. En von eigi að síður. Kveðja.
Icesave-samkomulag mikilvægt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2010 | 18:32
Hvað breyttist...
Inn á Alþingi erum við þjóðin búinn að vera að horfa á að það er tíminn og klukkan sem er búið að ráða allri vinnumeðferð á þessu blessaða Icesave máli.
Svo ég spyr hvað breyttist hjá Fjármálaráðherranum honum Steingrími J Sigurðssyni.
Er hann farinn að óttast eitthvað... eða skyldi það vera að hann getur ekki skipað og barið Forsetann til hlýðni eins og hann virðist vera búinn að gera með sitt fólk.. Kveðja.
Ekki algert klukkutíma- eða dagaspursmál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2010 | 17:45
Þrýstingur...
Hvað vakir fyrir þessum manni...
Björn Valur Gíslason er að gefa það í skyn að verði ICESAVE ekki sett á herðar okkar tafarlaust fyrir morgundaginn, áður en að fjármálamarkaðirnir verði opnaðir í fyrramáli.... þá hvað.... Sé líf þessarar Ríkistjórnar lokið ...
Hvað hefur þetta með fjármálamarkaðinn að gera ?
Hrynur hann ?
Ef að mannskapurinn í þessari Ríkistjórn hefur ekki meiri mettnað fyrir þjóð sinni en þetta sem hann er að vilja okkur, þá á hann að segja af sér tafarlaust og ekki bíða eftir að Forsetinn segi já eða nei...
Þetta er mikið mál þetta Icesave. Það er búið að troða á rétti okkar í þessu máli af Ríkistjórninni, og það er lágmark að Forsetinn fái þann tíma sem hann þarf til að skoða þetta mikla mál út frá ÖLLUM hliðum. Þeirri hlið líka.
Hvort sem hann samþykkir eða ey, þá mun hann þurfa að útskýra fyrir okkur af hverju hann velur þá leið sem hann velur.
Það þurfa að vera góð og gild rök sem og lagalegur réttur sem hann hlýtur að þurfa styðjast við og segja okkur frá, hvort sem hann ákveður. Ég fagna þessum tíma sem hann er að gefa sér, þó óþægilegur sé. Það bendir til þess að hann sé að fara yfir þetta mál allt saman og einnig til vandaðra vinnubragða... Það er annað en Ríkistjórnin hefur sýnt okkur... Kveðja.
Nauðsynlegt að fá niðurstöðu fljótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.1.2010 | 13:27
710. Manns...
Það væri gaman að sjá á hversu löngum tíma þessum einstaklingum sem standa að baki þessum lista tekst að ná sama fjölda og InDefence hópnum tókst að fá.
Til að þessi undirskriftarlisti nái einhverju vægi þá þyrfti hann að fara yfir hinn listann í fjölda undirskrifta og það er ég ekki að sjá. Það er hvergi hægt að sjá nöfn þessara 710 manns, það er hvergi hægt að sjá hverjir standa að baki þessari söfnun.
Þetta eru vinnubrögð sem við Íslendingar erum búnir að sjá of lengi núna á of stuttum tíma... Allt falið undir borði.
Ef þessi listi ætti að hafa eitthvað mark og gildi þá yrði það mikil tímatöf á þessu máli, en á meðan Forseti vor Hr. Ólafur Ragnar Grímsson er ekki búinn að taka endanlega ákvörðun í sinni afstöðu þá er náttúrulega ekkert sjálfsagðara en að þessi undirskriftarsöfnun verði í loftinu....
En til að þessi listi hafi sama vægi og listinn hjá InDefence hópnum þá krefst ég þess að þessi listi verði eins opinn og sá listi var, nöfn sýnileg sem og nöfn þeirra sem standa fyrir þessum lista. Kveðja.
Skora á forsetann að staðfesta Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.1.2010 | 20:44
Varaformaður...
Margt í þessum orðum segir mér að ansi öruggur er, var hann Björn Valur Gíslason.
Að finnast undarlegt að Forseti Íslands skuli skuli gefa sér tíma og sína vönduð vinnubrögð lýsir viðkomandi sjálfum og hans vinnubrögðum best.
Að finnast það sérstakt þar sem Hr. Ólafur Ragnar Grímsson hafi haft málið í eyrunum og fyrir augunum... að minnsta kosti jafn lengi og þingmenn sem hafa myndað sér skoðun á því og samþykkt það á Alþingi, finnst mér bara ekkert sérstakt við.
Það er ljóst hverjir samþykktu og hverjir ekki, það er líka alveg ljóst fyrir meiri hluta þjóðarinnar hverjir töluðu um málið eins og þeir hefðu lesið heimavinnuna sína, það er líka ljóst fyrir okkur meirihlutanum hverjir lásu ekki heimavinnuna sína og urðu marg uppvísir að því í þingsal að vita ekki hvað var verið að tala um og sumir urðu að viðurkennda að hafa ekki lesið heimavinnuna sína.
Það er ljóst að gögn voru en að berast eftir að það var búið að keyra þetta mál í gegn, mikið af mikilvægum gögnum sem bárust síðustu daga líka, gögnum sem sanna en frekar rétt okkar í að það er ekki okkar að borga þennan reikning, svo ekkert er eðlilegra en að Forsetinn okkar gefi sér allan þann tíma sem til þarf að fara yfir þetta allt saman.
Ég fagna því að Forsetinn gefi sé tíma og fari yfir þetta allt saman, ég veit þá alla vega að hann mun vita það sama og við hin, að það var enginn ríkisábyrgð á þessum Einkabönkum, enginn ríkisábyrgð á innistæðutryggingasjóði þessa banka heldur, og þá veit ég líka að hann mun vita það að Bretum og Hollendingum var sérstaklega kynnt þetta á sínum tíma. Við erum búinn að samþykkja að greiða lágmarksinnstæðutryggingu á þeim kjörum sem við treystum okkur til, meira getum við ekki án þess að það hafi miklar og alvaralegar afleiðingar á framtíð okkar og afkomendur okkar.
Við Íslendingar erum búinn að rétta fram hönd til greiðslu vitandi að skuldin er ekki flestra okkar, og ekki okkar að greiða þarafleiðandi heldur, og ætti það að vera Þakkarvert frá Bretum og Hollendingum... Kveðja.
Segir forsetann taka undarlegan pól í hæðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.1.2010 | 23:25
Margir vinir, fáir vinir, pólitískir vinir...
Einstaklingar sem eru í svona miklum ábyrgðarstörfum sem starf Forseta er, geta ekki persónugert ákvarðanir sínar.
Svona starf, þar sem þarf að taka ákvarðanir um hvað þjóðinni er fyrir bestu, Hversu mikið þjóðin getur, kemur málefnið henni til góðs eða ílls, leiðir málið til sáttar eða deilu, hefur þjóðin efni á ... eða ekki, ber henni skylda eða ekki...
Þetta hljóta allt að vera hliðar sem Forsetinn verður að skoða málið út frá og sjálfsagt miklu miklu fleiri hliðar.
Þetta er mikið mál fyrir okkur, okkur sem er verið að fara fram á að við greiðum þennan ICESAVE reikning. Það er ljóst á öllum skrifum að mikið fellur og stendur hjá okkur þjóðinni á þessari ákvörðun Forseta okkar. Að vera að lesa ummæli eins og eftir Gunnar Helga Kristinsson stjórnmálafræðing þar sem hann gefur það jafnvel í ljós að Forsetinn muni skrifa undir ella standi hann uppi vinalaus í hinu pólitíska landslagi er náttúrulega alveg út í hött. Einnig var hægt að lesa það að þessi afgerandi tala um 70% ( afgerandi niðurstaða úr öllum könnunum ) sem og undirskriftarlisti InDefence hópsins með tæp 57000 þúsund nöfn Íslendinga sem vilja ekki að hann skrifi undir séu litlir vinir hans. Að láta sér detta annað eins í hug að undirskrift Hr.Ólafs Ragnars Grímssonar Forseta ráðist á því hversu margir vinir standi eftir að baki hans eða ekki er algjörlega út í hött. Þetta er mikið menntaður maður, með mikla lífsreynslu að baki sér og maður sem veit að fjölskyldugildin ráða miklu.
Litlir vinir, miklir vinir, engin vinur, eða pólitískur vinur á ekki að ráða ákvörðun Forseta. Hr.Ólafur Ragnar Grímsson á alla þjóðina að baki sér og hún treystir honum, eins og hann hefur getað treyst á þjóðina sína með setu í embætti Forseta. Ég neita að trúa öðru fyrr en á reynir að hann standi ekki með þjóðinni sinni. Þetta er ekki okkar reikningur með réttu og hann veit það. Stöndum saman og verjum rétt okkar. Kveðja.
Áskorun afhent í fyrramálið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.1.2010 | 17:44
Ábyrgð og ábyrgð á ábyrgð ofan.
Ég hlustaði á alla ræðuna hennar.. Innlent fréttaefni næst sem erlent, og að lokum á Áramótaskaupið. Það er margt búið að fljúga um huga manns eftir ræðu hennar.
Það er hreynlega líka búið að hvarla að mér hvort ég sem og stór hluti þjóðarinnar séum veruleika fyrrt. Það sem hefur stundum fengið mig til að hugsa það er þessi mikli munur á því sem er, og svo annarsvega því sem sagt er. En ég veit að meirhluti þjóðarinnar er ekki veruleikafyrrtur.
Ótrúleg framför á árinu 2009 talar hún um.... hvaða framför er hún að tala um... Ekki hjá okkur almenningi í landinu getur hún verið að eiga við...
Talaði nokkuð um Íslenska tungu... konan sjálf sem vildi ekki að 2500 spurninga spurningarlistinn frá ESB yrði þýddur... innganga í ESB þýðir meir á ensku en íslensku...
Hversu gjöfult landið okkar er og vatnsþörfin mikil út í heimi, lagði hún áheyrslu á að vatnið væri ALMENNINGS EIGN. Ekki Þjóðareign, heldur almenningseign eins og með orkuna okkar og fiskinn í sjónum, almenningseign talaði hún um ekki þjóðareign...
Hún undirbjó okkur fyrir svarta skýrslu, það er eitthvað sem við vitum um, en af hverju fannst henni ástæða til að segja þetta svona... það á eftir að koma í ljós og skýrist með birtingu skýrslunnar. Hún talaði líka um samkeppnina við árið 2007 í græðgi og gróða, segir að sumt fólk eigi erfitt með að aðlaga sig... Fyrir mér þá er þjóðin svo sannanlega að aðlaga sig, en það get ég ekki séð hjá Ríkistjórninni að hún vaxi frá árinu 2007. Þegar þarna var komið og hún fór að tala um hann Jón Sigurðsson og Sjálfstæði okkar þá var mér allri lokið. Manneskjan sjálf að tala um sjálfstæði okkar og mikilvægi þess, manneskjan sem vinnur á sama tíma hörðum höndum að því að koma sjálfstæði okkar inn í ESB og þar með stjórnun okkar komin í Brussel...
Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um þetta allt saman annað en sorglegt, sorglegt og sorglegt. Það sem veldur því eru meðal annars þessi orð á auðlyndir okkar.. Almannaeign, en ekki Þjóðareign.. Innganga í ESB mun gera þessar auðlyndir okkar að Almannaeign en ekki Þjóðareign. Kveðja.
Krefjumst ábyrgra fyrirtækja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.1.2010 | 16:39
Hef fulla trú á Forseta vor.
Gleðilegt nýtt ár allir saman. Árið 2010 gengið í garð, ár uppgjörs og ár mótunar á nýjum gildum er runnið inn og þau gildi sem við setjum inn í mótun á réttlæti, siðferði og mannlegum gildum munu hafa mikið að segja með mótun næstu kynslóðar okkar að gera, svo vöndum okkur vel og vandlega. Út frá tölfræðinni fyrir árið 2010 segi ég þetta.
En það er ekki það sem mig langar að tala um hér og á ekki við þessa frétt.
Eftir að hafa hlustað á ávarp hans í dag Nýársdag, sem og orð hans í gær eftir móttöku nýs samnings frá Ríkistjórninni með ósk um undirritun á nýjum lagasamningi um Icesave, þá hef ég fulla trú á að Forseti vor Hr.Ólafur Ragnar Grímsson hlusti á þjóð sína. Ef einver von kveiknaði hjá mér um þessi gildi að rétt á að vera rétt þá gerðist það.
Það vor punktar sem gáfu mér þessa von, svo sem þegar hann talaði um það að hann væri nú búinn að vera að fylgjast með fréttaflutningi síðustu daga, ( fréttaflutningur síðustu daga varðandi Icesave hefur vægast sagt verið skellur á Íslensku þjóðina í upplýsingum um hversu sterk réttarstaða okkar er í að eiga ekki að borga þennan Icesave reikning ) gefur sér þennan tíma sem þarf til umhugsunar áður en hann ákveður eitthvað, gefur Indefence fund, sem honum er í sjálfu sér ekkert skylt að gera, við höfum séð marga undirskriftarlista mótekna í dyrunum. Það sem var mikilvægast hjá mér voru þessi sterku orð hans um rétt þjóðarinnar, og vægi hennar í miklvægum málefnum þegar á reynir.
Ég ætla að hafa fulla trú á Forseta mínum í þessu mikilvæga máli, máli sem þjóðin á sjálf að fá að skera úr um hvort hún vilji gefa Steingrími J Sigurðssyni Fjármálaráðherra samþykki sitt fyrir ríkisábyrgð á þennan reikning eða ekki. Kveðja.
Vilji þjóðarinnar hornsteinninn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar