Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Tíminn á þrotum...

Það er allur tími úti hjá Ríkistjórninni myndi ég halda núna, þetta hlítur að fara verða spurning um hvenær hún þurfi að standa við orð sín og víkja...

Ég veit ekki betur en ég og öll þjóðin sem fylgdumst með beinni sjónvarpsútsendingu þar síðustu helgi sem áttu sér stað strax eftir að kjörstöðum lokaði og fyrstu tölur voru birtar, viðtal við Forsætisráðherra og Fjármálaráðherra þar sem þau sögðu bæði tvö... nýr samningur er á leiðinni og mátti skilja sem svo að hann væri bara rétt ókomin í hús. Jóhanna gekk öllu lengra og sagði að nýr samningur er komin það á bara eftir að ganga frá formsatriðum...

Þegar þessi frétt er svo lesin, þá kemur í ljós að þessi staða sem er núna er búin að vera svona síðan fyrir Þjóðaratkvæðakosninguna ... Engir ákveðnir fundir...

Ég segi hingað og ekki lengra núna það er en og aftur verið að draga mig og ykkur kjósendur á asnaeyrum segi ég, það skal engin segja mér það að kjósendur Samfylkingunar eða VG séu samþykkir þessum aðferðum sem og leiðum sem Ríkistjórnin er að fara... Þetta er svo allt annað en KOSNINGARLOFORÐIN sem þau voru kosin fyrir.

Fyrir mér þá er tímin búin sem þessi Ríkistjórn hafði með að  koma þessu Icesave máli í réttan farveg.. Við Íslendingar höfum ekki lengur efni á að missa meiri tíma í ekki neitt. Ekki meiri tíma fyrir þessa Ríkistjórn í þau verkefni sem hún er nú að koma með rúmu ári seinna og eru að koma alltaf of seint... Það eru margir búnir að þurfa að labba frá sínu og hvað á að gera fyrir þá, og aðrir að labba frá... Það eru margir búnir að missa bílana sína og hvað á að gera fyrir þá...  þessi skjaldborg sem var lofuð fyrir fólkið bara ef að þú vilt kjósa mig er fallin um sjálft sig segi ég og þó að það sé hugsanlega á leiðinni einhverjar nýjar leiðir eina ferðina en eins og má heyra á Ríkistjórn sem greinilega er að klóra í bakkann núna, þá táknar það ekki að aðrir geti ekki haldið áfram með þær ef þær eru þess eðlis að þær komi að einhverju gagni sem verður til þess að gefa fólkinu von á að það geti staðið sig...

Vanhæf Ríkistjórn sem á að víkja tafarlaust, þetta er orðið spurning um tíma hjá okkur, og þessi Ríkistjórn er ekki að nýta hann fyrir okkur það er ljóst fyrir mér í þessum vinnubrögðum sem eru búin að viðgangast þetta rúma ár sem að hún Ríkistjórnin er búin að sitja. Til þess að geta haldið áfram verður þessi Ríkistjórn að víkja það er engin trúverðugleiki lengur og hún veldur bara meiri þunglyndi og magapínu í þjóðfélaginu... Köllum eftir því að það verði kallað til Ríkistjórnarkosninga tafarlaust, þjóðstjórn sett á og núverandi stjórn vikið tafarlaust. Þetta eru kræfar aðgerðir en það er líka ansi mikið í húfi hjá okkur Íslendingum eins og þetta er að stefna...  Kveðja.


mbl.is Ágreiningur um grundvallarforsendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðaratkvæðagreiðslu tafarlaust...

Það er nefnilega svo eins og Jón Bjarnason bendir réttilega á stór og mikill kostnaður sem að fylgjir þessari umsókn og miklar breitinga sem þarf. Þarna getum við séð hvar stefna og hugur Ríkistjórnarinnar er búin að vera, Það er ekkert skrítið að það hefur engin timi verið til hjá Ríkistjórn til að vinna í þeim verkefnum sem heima fyrir hefur legið á, það er heimilin og fyrirtækin sem og aukning á framleiðslu. Allur Landbúnaður okkar Íslendinga verður háður styrkjum sem úthlutast úr sjóðum ESB til landúnaðar á Íslandi. Það er lágmarks virðing við okkur Íslendinga af Ríkistjórn okkar að hún beri svona mikil og stór verkefni eins og aðild að ESB er undir okkur þjóðina áður en lengra er haldið. Það er alveg nóg annað að gera með þessa milljarða sem eru greinilega til í þetta verkefni hjá Ríkistjórninni á sama tíma og ekki eru til fjármunir fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu sem brenna upp. 

Fáum að segja okkar hug áður en lengra er haldið það er eins og ég segi lágmarks virðing sem og réttur okkar, er alveg hægt að skella þeirri kosningu inn í borgarstjórnarkosningarnar verðandi . Eins er það spurning hvort við viljum ríkistjórnarskipti... þessi vinnubrögð gegn okkur er ekki hægt að líða finnst mér, sem og óheiðarleikin sem er búin að viðgangast í okkar garð frá Ríkistjórninni...

Ekkert ESB segi ég og ekkert Icesave og ekki meir AGS. Förum að vinna útfrá því sem við höfum og engu öðru. Það er greinilega komið að þeim punkti hjá okkur myndi ég segja núna. 

Höldum vöku okkar, þetta er landið okkar Ísland og við Þjóðin.  Kveðja


mbl.is Ný stofnun kostar milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikill og góður stuðningur...

Mér finnst þetta vera mikill og góður stuðningur sem að InDefence hópurinn er að gera hérna og okkur í hag. Þetta er vinna sem að við fólum Ríkistjórn okkar meðal annars að gera fyrir okkur með kosningunum...

Ætla ég að þakka þessum mönnum innilega fyrir þetta þarfa verk sem að þeir gerðu með þessum fundi sínum þarna. 

Þetta sýnir okkur líka hversu vanhæf Ríkistjórn okkar hefur verið fyrir okkar hönd í þessu máli. Ríkistjórnin á að fara frá tafarlaust segi ég. Þetta er alveg að verða gott í skaða sem þau eru búin að valda okkur með þessari meðferð á þessu Icesave máli, og maður talar nú ekki um tímann sem er búin að fara í þetta.... og allt útaf því að það fæst ekki lán nema við tökum þessa skuld sem er ekki okkar að borga... Látum í okkur heyra núna... þetta er ekki hægt lengur að fá svona fréttir á hverjum einasta degi og það er alltaf látið sem ekkert sé...   

En og aftur takk InDefence.   Kveðja.


mbl.is Spurðu hvassra spurninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Drögum umsóknina til baka tafarlaust...

Eina vitið fyrir okkur er að draga þessa aðildarumsókn til baka tafarlaust.

Við Íslendingar höfum engan vilja til að fara þarna inn í fyrsta lagi, og sína allar niðurstöður í könnunum það með meiri hluta nei. Í öðru lagi þá er hvorki til fjármagn til að hjálpa heimilunum eða fyrirtækjunum í landinu. Í þriðja lagi þá er ekki til fjármagn til að halda uppi heilbrigðisþjónustu sem skildi. Ekki til fjármagn til að takast á við atvinnuleysið í landinu sem hefur aldrei verið eins hátt og svo mætti áfram telja. EN það eru til 2 til 3. milljarðar til að henda í þetta ESB verkefni...

Þetta verkefni að koma Þjóðinni inn í ESB er greinilega skemmtilegra að takast á við fyrir Ríkistjórn Íslendinga en að takast á við skuldavanda og erfiða stöðu þjóðarinnar. Af skuldavanda heimilana og fyrirtækja vill Ríkistjórnin helst ekkert vita af, þvílík hafa vinnubrögðin á þeim bæ verið þar. Steingrímur orðin svo þreyttur eftir þessa miklu rúmlega árs vinnu sem fór í að endurreisa bankana sem og Sjóvá að við erum bara vanþakklát fyrir honum. Heimilin sem og fyrirtækin eru búin að bíða í gott ár og að bíða lengur á einhverjum loforðum er heimska að gera. Þessi tími sem er farin kemur ekki aftur og hver dagur sem að bætist við í þessari vitleysu telur hjá heimilunum og fyrirtækjunum þess vegna verður að gera rótækar breytingar tafarlaust. Ef við ætlum ekki að ganga að þessum skilyrðum Breta og Hollendinga í Icesave og setja okkur í ánauð án þess að leita réttar okkar með hver ábyrgð okkar til greiðslu á þessari skuld er og ef við ætlum okkur að geta leitað réttar okkar gagnvart þessum hryðjuverkalögum sem Bretar settu á okkur þá verður Ríkistjórnin að víkja tafarlaust. Ef við göngum í ESB þá getum við gleymt þessu öllu saman að vera sjálfstæð og Fullvalda þjóð, gleymt því að láta okkur dreyma um að við munum ráða yfir landi okkar vegna þess að hvað við gerum og hvernig við gerum þarf fyrst að samþykkjast út í Brussel....

Ekkert ESB segi ég og ekkert Icesave. Höldum vörð um Íslandið fagra það er landið okkar en í dag.  Kveðja.


mbl.is Ræddi við þingnefnd um ESB-umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða skuldbindingum...

Hvaða skuldbindingar er maðurinn að tala um... Ef hann er að tala um síendurtekin gefin loforð í óábyrgu tali um að þetta verði greitt þá er það mikilvægt að það komi fram að það er ekki það sama og samþykki frá Alþingi og Forseta.

Svo hvaða skuldbindingu er maðurinn að tala um spyr ég...  Kveðja.

 


mbl.is Borg vísar gagnrýni Össurar á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða kjaftæði...

Maður sem er orðin þreyttur í starfi sínu vinnur ekki heila vinnu...

Maður sem er þreyttur heldur ekki einbeitningu eða athygli. Gerir mörg mistök vegna þess að hann nennir ekki lengur...  verður sjálfum sér og öðrum til ama og númer 1 verður kærulaus. Höfum reyndar heyrt eins og hver nennir svo sem að lesa öll gögn og skjöl frá einstaklingum í Ríkistjórn.

En hvað er hann að segja okkur með þessum orðum sínum að hann sé orðin þreyttur á að heyra þessi orð að ríkistjórnin sé ekkert að gera.... 

Þessi Ríkistjórn með hann sem Fjármálaráðherra innanborðs er búinn að sitja í rúmt ár við stjórnvöld. Þessi Ríkistjórn var kosin vegna kosningaloforða sinna það skal hann hafa í huga núna... Ég get alveg minnt hann á þau því ég er ekki búin að gleyma þeim...

Skjaldborg utan um heimilin. Skjaldborg utan um Fyrirtækin. Ekki okkar þjóðarinnar að borga óreiðuskuld annara. Ekki inn í ESB. Allt upp á borðum.

Þetta er brot af hans loforðum sem hann Steingrímur og VG voru kosin fyrir.

Rúmu ári seinna er engin Skjaldborg komin hvorki fyrir heimili eða fyrirtæki, fyrir utan þessi fyrirtæki sem voru fjármálafyrirtæki og það er eins og þeim sé bara bjargað. Við vorum að lesa frétt þar sem hann sem Fjármálaráðherra rétti eigendum þessara fyrirtækja (bankana) fyrirtæki sín aftur með 65% afslætti á húsnæðislánum landsmanna sem eru svo rukkaðir sem aldrei fyrr með engum afföllum.... Það er búið að sækja um í ESB með hans samþykki. Allt gert af hans hálfu til að troða þessum Icesave reikningi á herðar okkar. Þjóðin er að horfa á að það hefur ALDREI verið eins miklu stungið undir stól og haldið leyndu fyrir henni eins og nú, en hún þjóðin á bara að borga þessa vitleysu og ekki segja neitt, missa heimili  sín og vinnu og ekki segja neitt, eiga ekki fyrir mat og ekki segja neitt. Það er það sem er búið að gerast fyrir heimilin í landinu á þessu ári rúmu sem hann og hans fólk er búið að vera við völd. Svo ég spyr Steingrím núna hvort honum finnist þetta allt saman ekki vera svo lítið öfugsnúið hjá honum svo ég taki vægt til orða að miða við kosningaloforðin hans og hann kosin vegna....

Þreyttur maður sem sér það sjálfur á að gera sjálfum sér og sínum greiða og víkja.  Kveðja.


mbl.is Þreyttur á þessu kjaftæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það þarf kjark og...

Það þarf ansi mikin kjark og þor að fara svona með heimilin og fyrirtækin í landinu eins og Fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon gerði með þessu.

Bjarga Heimilunum og fyrirtækjunum var eitt af kosningaslagorðum og loforðum þessara Ríkistjórnar. Að lesa þessa frétt á sama tíma og við höfum séð Ráðamenn Íslendinga koma fram í dag og segja við alla þá sem er með þessi lán, við ráðum þessu ekkert lengur það er um einkafyrirtæki að ræða... BANKARNIR. Ykkur var nær að fjárfesta hefur líka heyrst...

Að lesa að Bankarnir hafi fengið þessi lán á 35% virði í endurkaupum, (var það ekki það sem átti sér stað endurkaup..) og bankarnir rukka svo 100% og ganga svo langt í rukkun sinni að margir eru búnir að missa heimili sín, aðrir við það að missa sín er sorgleg að horfa á. Það er sorglegt að við skulum ekki vera með Ríkistjórn sem er annt um okkur ætla ég að leyfa mér að segja.

Að það skuli ekki hafa verið gerðar reglur á sama tíma og endurkaupin voru gerð um að öll þessi lán verði færð áfram með afslættinum til eigenda sinna það er lántaka er alveg með ólíkindum.

Ég er farin að velta því fyrir mér hver var eiginlega stefna þessara Ríkistjórnar frá upphafi... Það hefur verið stríð að milli Ríkistjórnar og fólksins í landinu frá fyrsta degi langar mig að segja. Það er búið að endurfjármagna bankana og Sjóvá. Það er búið að henda fullt af peningum í þetta ESB aðildarferli sem meiri hluti þjóðarinnar vill ekki í og á eftir að kosta nokkra milljarða í viðbót, á sama tíma og það er ekkert hægt að gera fyrir heimilin og fyrirtæki. Það hefur aldrei verið eins mikið atvinnuleysi á landinu eins og núna og menn segja að eigi eftir að fara hækkandi sú tala þar. (hentar að vísu ESB ) Við stöndum frammi fyrir því líka að öll heilbrigðisþjónusta hefur skerst til skaða um allt land og Ríkistjórnin boðar en frekari niðurskurð og hækkun á sköttum sem mun gera það að stærri og stærri hluti landsmanna mun standa frammi fyrir því hvort eigi að borga reikningin eða kaupa mat... og hvernig verður staðan ef að fólkið hættir að nærast til að geta borgað þak yfir höfuð sitt og fjölskyldu... Ég hef miklar áhyggjur af þessari þróun hjá okkur vegna þess að þetta er stefna Ríkistjórnarinnar sem hún ætlar sér að fara alveg sama hvað... Þessi mikilvæga þjóðaratkvæðagreiðsla sem var, er ekki einu sinni litin viðlits hjá Ríkistjórninni sem heldur ótrauð áfram í samningsviðræðum um Icesave vegna þess að Ríkistjórn ætlar okkur að greiða þessa spillingu sem varð og ganga í ESB.

Vanhæf Ríkistjórn sem á að víkja tafarlaust. Kalla ég eftir aðgerðum sem og viðbrögðum frá Forseta vor og Stjórnarandstöðunni tafarlaust í þessu, það er ljóst að ríkistjórnin er að horfa í allt aðra átt en þá sem að hún á að vera að horfa...  Verum vakandi þetta er SPILLING sem við horfum á hérna á kostnað heimila og fyrirtækja...

Ekkert ESB og ekkert Icesave segi ég, við erum fullvalda og Sjálfstæð þjóð og það er okkur eða ætti að vera dýrmætara en þetta sem er verið að bjóða okkur.  Kveðja.


mbl.is Lánin færð yfir á hálfvirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um hvað snérist hún annars...

Ja það getur hver sem er túlkað hlutina á sinn hátt.

Þessi þjóðaratkvæðagreiðsla snerist um það hvort við vildum veita Fjármálaráðherra ríkisábyrgð til að borga Icesave eða ekki fyrir okkar hönd...., hvað er það annað þegar við viljum ekki gefa ríkisábyrgð fyrir greiðslu á þessum Icesave...


mbl.is Gagnrýnir harðlega sænskan ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enda full ástæða til.

Enda finnst mér það vera næg og full ástæða til hjá Þýska þingmanninum Elmar Brok að hafa áhyggjur yfir litlum stuðningi frá Íslendingum í ESB. Enda eru þar margir annmarkar sem skerða sjálfstæði okkar og fullveldi.

Það sem væri réttast núna að gera til að fá úr því skorið hver vilji þjóðarinnar er fyrir þessari aðild, er að það verði Þjóðaratkvæðagreiðsla um það tafarlaust áður en lengra er haldið. Þetta er ansi dýr pakki fyrir okkur á sama tíma og Ríkistjórnin segir að það sé ekki til fjármagn til að hjálpa heimilunum eða fyrirtækjunum í landinu, hvað þá til að geta ráðist gegn þessu atvinnuleysi sem er komið. Þetta er of mikill munur til að hægt sé að réttlæta áframhaldandi ferli með þessa umsókn. Krefjumst þess að fá að segja hug okkar núna áður en lengra er haldið.

Pössum hag okkar það er mikið í húfi Sjálfstæði okkar meðal annars...  Ekkert ESB segi ég.  Kveðja.


mbl.is Vilja aðildarviðræður þrátt fyrir Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skýr skilaboð...

Staðreyndir tala það er alveg ljóst. Það er líka allveg ljóst að okkur ber engin skylda til að borga þennan Icesave reikning.

Hvernig Bretar og Hollendingar afgreiða þetta Icesave í heimalöndum sínum á okkar kostnað er ljótt að sjá. Það er mikið í húfi fyrir mannorð þessara manna að verja Fjármálaráðherra og Forsætisráðherra þessara landa, sem og stjórnvöld. Að þessi lönd verði uppvís að því að hafa sofið á verðinum við að gæta hagsmuni og aðhalds í fjármálaheiminum í löndum sínum og jafnvel tekið þátt í þessu sukki, og landsmenn þessara landsmanna tapað innustæðum sínum þess vegna yrði skandall fyrir stjórnvöld þar og þeim sagt upp tafarlaust. 

Nei þá var greinilega betra fyrir Breta og Hollendinga með Íslenska Ríkistjórn innanborðs sér við hlið að ljúga til um sannleikann og segja við fólkið sitt að við Íslendingar allir sem einn höfðum mætt á staðin og rænt þá innistæðum sínum sem þeir áttu í þessum Einkabönkum, sem voru Einkabankar með enga Ríkisábygð með sér og það vissu allir að þetta voru áhættu reikningar með góða ávöxtun... reyndar svo góða að hún átti ein og sér að senda ákveðin skilaboð um að ekki væri allt í lagi. Það vissu líka allir að þetta voru Einkabankar, en ekki Ríkisbankar.

Hvað veldur því að Ríkistjórn Íslendinga vil þjóð sinni svona mikið óréttlæti eins og þetta Icesave er er alveg óskiljanlegt fyrir mig og sjálfsagt fleiri, svo með þessa stefnu ennþá, stefnu sem Ríkistjórnin er að fara þá er hún ekki að vinna með hag og velferð okkar Íslensku þjóðarinnar að leiðarljósi leyfi ég mér að segja. Að segja svo að stjórnarandstaðan sé ekki að vinna með, þá er það ekki rétt... vinna fyrir hverja aðra en þjóðina sína á Ríkistjórnin að vinna... HAAA

Stjórnarandstaðan er að vinna með hag okkar í fyrirrúmi það skulum við átta okkur á strax. Ef ekki væri fyrir hana þá værum við kannski komin í hendur Breta og Hollendinga vegna þess að við munum ekki geta ráðið við þetta það er ljóst.... Algjörlega fyrir utan það að okkur ber ekki lagaleg skylda til greiðslu á þessum reikning.... Höldum vöku okkar það er mikilvægt ef við ætlum ekki að vakna upp einn góðan veður dag við það að það sé búið að setja okkur öll sem og landið í skuldarfangelsi vegna þessa reiknings...   Kveðja.


mbl.is Skýr skilaboð í Icesave-könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband