Færsluflokkur: Bloggar
19.1.2010 | 08:53
Skammarleg ummæli Fjármálaráðherra.
Það sem hann Steingrímur lætur frá sér í orðum er engan veginn í takt við Ísland sem sjálfstæða þjóð með lýðræði í landinu.
Kvartar undan því að Íslendingar séu ekki tilbúnir að taka á sig drápsklifjar í sköttum og álögum vegna sukks og svínarí sem óábyrgir eigendur Einkabankanna ollu með aðgerðum sínum. Kennir jafnvel saklausum bankastarfmönnum um.
Það er vonandi að þjóðin öll segi Nei í þessari þjóðaratkvæðagreiðslu við Icesave 2.
Í fyrsta lagi þá ætlaði þessi maður að keyra þennan Icesave reikning í gegnum Alþingi algjörlega ólesin. Í öðru lagi þá skrifaði Steingrímur J Sigfússon undir þann samning í skjóli nætur án þess að vera með samþykki Alþingis og meirhluta Ríkistjórnar eins og átti eftir að koma í ljós síðar. Hann verður sjálfur að bera sína ábyrgð á þvi að vinna svona óábyrg vinnustörf. þetta er ekki vinnubrögð sem eiga að líðast á Alþingi, og hvað þá af Ríkistjórn... Höldum vöku okkar öll sem ein. Þetta er okkar líf og okkar velferð sem er verið að leggja hérna að veði. Kveðja.
![]() |
NPR fjallar um Icesave-deiluna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
19.1.2010 | 08:22
Ólíðandi að gerist einu sinni en.
Hvað erum við Íslendingar að upplifa hér einu sinni enn..?
Jú Erlendir aðilar þurfa að verja orð sín vegna þess að Ríkistjórnin er einu sinni enn að tala út í loftið, og vill svo ekkert kannast við orð sín.
Annað hvort er allt vitlaust og rangtúlkað sem haft er eftir Ríkistjórninni, eða menn svo heimskir og lítið gert úr menntun og áliti þeirra sem er ekki sammála henni.
Það er skömm fyrir okkur Íslendinga að við skulum aftur og aftur þurfa að horfa á svona vinnubrögð. Kveðja.
![]() |
Blaðamaður SvD stendur við fréttina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.1.2010 | 00:02
Spila sóló ennn..
Það sem vakti fyrst athygli mína var tímasetning fundarins.. kl. 20 um kvöld, svo vænta hefði mátt tíðinda hefði ég haldið út frá þessari tímasetningu. Það er samdráttur greinilega allsstaðar annarstaðar en hjá Ríkistjórninni. Fyrir mér þá bjóst ég við tíðindum öðrum en engum...
Fyrir mér persónulega, núna á þessum tíma sem við erum að ganga í gegnum allar þessar þrengingar og samdrátt í öllu hjá okkur, þá hefði þessi ,ekkert að frétta, fundur átt að vera að degi til ef fundarfrétta hefði þótt.
Það er gott að vita til þess að stjórnarandstaðan stendur enn með meiri hluta þjóðarinnar, og treysti ég á og vona að hún geri það áfram.
Þessi Icesave reikningur er ekki okkar og það má ekki gleyma því. Þeir sem bera ábyrgð á þessu öllu saman hvort sem það var eftirlit sem og stjórnvöld hérlendis eða erlendis, eða þeir eigendur og stjórnendur þessa einkafyrirtækis sem stal þessum fjármunum sem er verið að reyna að rukka okkur um verða að bera ALLA, og þá meina ég ALLA ábyrgð sjálfir á þessu. Það er ekki okkar þjóðarinnar að þrífa þennan skít eftir ykkur...
Því miður fyrir ykkur þá verðið þið sjálfir að bera alla þessa ábyrgð eins og ég segi. Íslenska þjóðin á alveg nóg með það sem hún hefur á baki sínu fyrir og á í fullu fangi með það allt saman. Hún er nú þegar að gjalda dýrum dómi afleiðingum af þessu ráni ykkar.
Stöndum á rétti okkar við eigum hann. Þetta er landið okkar og við þjóðin. Kveðja.
![]() |
Langur en rýr fundur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
18.1.2010 | 21:00
Er þetta það sem við viljum...
Það kemur einhvern vegin ekki á óvart að lesa þessa frétt að miða við hvernig allt er að fara og stefna hérna í atvinnu og uppbyggingar málum...
Akkúrat ekkert búið að gerast í aðgerðum á einn eða neinn hátt fyrir heimilin eða heiðarleg fyrirtæki, jú einhver sýndarleikur sem hefur dottið upp fyrir sig liggur við um leið og settur hefur verið á borð. Það er allt að stefna í þessa átt hérna algjörlega burt séð frá Icesave, eða þessarri aðildarumsókn inn í ESB, þá er eins og allt annað hafi verið núverandi Ríkistjórn ofviða að takast á við, atvinnumál, uppbygging aðhald eða hvað sem er. Svo þetta er það sem Íslendingar eru að stefna hratt inn í, og verður ef inn í ESB verður farið, má ég þá frekar biðja um að við höldum Sjálfstæði okkar og Fullveldi, höldum gjaldmiðli okkar við getum stýrt í gegnum hann, rífum upp atvinnuveginn, landbúnað, sjávarútveg aftur heim á sína staði, garðyrkju, ræktun á ýmsum afurðum, grænmeti, mjólkurvörur, vefnað, saumaskap, samhliða öðrum stórum verkefnum eins og gagnaverinu, nú það hefur komið áður fram hugmynd um að reisa aðra Áburðarverksmiðju aftur, það eru margar leiðir til í farateskinu, en það er eins og þjóðin hafi fengið högg einhverskonar, og lamast að hluta til, en það er komið eitt nýtt ár núna og sárlega vantar aðgerðir til að hrinda í gang lífi í þjóðina.
Það virðist alltaf vera til peningur þegar kemur að Ríkistjórn að gera eitthvað sem hana langar, en ekki þegar kemur að því sem þarf fyrir okkur fólkinu...
Væri gaman en samt sorglegt að sjá hvar við myndum lenda í þessu Fátækramati þarna miða við stöðuna sem er í dag með öllu atvinnuleysinu sem er hér og öllum skuldum sem þjóðarbúið á...
Ég mun segja nei við ESB. Það er mikilvægara að við byggjum upp sterka og sjálfstæða einstaklinga sem hafa trú á sér, og sem þurfa ekki að skammast sín fyrir að vera til. Kveðja.
![]() |
Ójöfnuður mikill í Evrópu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2010 | 20:51
Þykist vita betur...
Hann segir að Icesave deilan sé of flókið mál til að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu...
Segir hana of flókna spurningu... varar jafnframt við afleiðingum ef Icesave verður hafnað, þetta er hann að segja í annarri frétt hér neðar á mbl.
Það er núna verið að tala um Icesave deilu... Deilu á milli hverja spyr ég ? Óreiðu skuld var þetta í upphafi og ekki nokkur vafi á því hver átti þá óreiðuskuld, Reikningur kom svo, lán síðan, svo samningur, lagagerð og núna deila, Icesave óreiðuskuld nokkra manna sem áttu einkarekstur er búinn að fá öll þessi nöfn.
Deila milli Ríkistjórnar og þjóðar.. JÁ.
Deila milli Rikistjórnar Íslands og Breta og Hollendinga annarsvega, já gæti verið að myndast núna þar sem Ríkistjórn okkar er ekki að takast að rassskella okkur til hlýðni...
Við hinn almenni Íslendingur rændum ekki þessum peningum frá eigendum sínum, þeirra sem fjárfestu í þessum Icesave reikningum, svo hvernig má það vera að þetta sé deila eða reikningur okkar Íslenska almennings frá upphafi.
Þegar menn eru búnir að flækja mál svo langt frá upphafi að þeir sjálfir ráði ekki lengur við yfirsýnina yfir málinu þá eiga þeir að hafa vit á því að víkja.
þegar menn nenna ekki lengur eða vilja ekki lengur sjá málið frá upphafi þá eiga menn að víkja.
Þegar menn telja sig vita betur en allir aðrir þá eiga menn að víkja, en þegar svo er komið fyrir mönnum þá hafa þeir sjálfir ekki vit á því að vita hvað er hverjum fyrir bestu, og þarf þá utanaðkomandi afl að koma til til að víkja mönnum frá sem telja sig vera Guð... Kveðja.
![]() |
Ekki of flókið árið 2003 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2010 | 01:12
Þetta er það sem ég kalla að hjálpa.
![]() |
Rústabjörgun Íslendinga (myndband) |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.1.2010 | 21:10
Komið nóg...
Hvað á hann við þegar hann segir þetta.. Betra en að deyja úr þorsta...
Að við Íslendingar gætum dáið úr þorsta ef við borgum ekki bara Icesave fyrir hann... Þetta eru ljót orð.
Svo ljót orð sem að fengju hvert smábarn til að gera það sem maður bæði það um með þessarri hótun. Að við Íslendingar af öllum þjóðum gætum dáið úr þorsta gerist ekki nema hann Steingrímur Jóhann Sigfússon sé hreinlega nú þegar búinn að selja ALLAR vatnsauðlindir okkar. Ef þetta eru þær uppeldisaðferðir sem hann tíðkar á sínu heimili að hóta bara og hóta, þá skal hann halda þeim innan veggja síns prívats heimili og eingöngu þar. Það er nefnilega hægt að kæra þá sem beita kúgunum, og hvað er þetta annað en ein kúgunin í viðbót.
Farðu heim til þín hið snarasta, en segðu af þér áður, ég allavega læt ekki hóta mér svona til að samþykkja einhvað sem er ekki mitt einu sinni. Það er komið nóg núna. Kveðja.
![]() |
Betra en að deyja úr þorsta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
15.1.2010 | 07:44
Nýja Lagagrein takk fyrir.
Ef einhvað á að vera þá er það ný lagagrein.
Lagagrein þar sem allir Kosnir Alþingismenn sem og Ríkistjórn verði bundin að lögum til að vinna eingöngu og eingöngu að kosningarloforðum sínum sem þau eru kosin fyrir. Ekkert annað nema með samþykki þjóðar leyfi undantekningu frá þessari grein. Undirskrift með staðfestingu á þessum málefnum sem og markmiðum frá þeim. Miðast undirskrift við loforð hvers og eins sem hann eða hún hlaut atkvæðagreiðslu fyrir í kosningu eða flokkur í heild sinni. Ef viðkomandi einstaklingur eða flokkur verður uppvís að því að vinna að öðru þá gerir hann, hún sig brottræka frá vinnu sinni tafarlaust sem hann, hún hlaut atkvæðakosningu fyrir og þarf önnur kosning þá að koma til með nýjum samning til að viðkomandi geti starfað aftur við þessa vinnu. Er þetta mín hugmynd alfarið, um hvað gæti hjálpað okkur Íslendingum i þessari stöðu sem við erum í til að geta treyst aftur þeim sem við munum koma til með að kjósa til stjórnar fyrir okkur. Að við getum treyst er grundvöllur númer eitt.
Þetta myndi hjálpa okkur í að binda þá sem að við kjósum við kosningarloforðin sín og ekkert annað. Stöndum saman um Land okkar Ísland það er okkar og við Sjálfstæð Fullvalda þjóð. Kveðja.
![]() |
Hin endalausa endurskoðun stjórnarskrár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2010 | 06:22
Ekki að ræða borgun á þessum reikning Icesave.
Eftir að hafa lesið grein Jakobínu Ingunnar Ólafsdóttir Leyniskjal Ríkistjórnarinnar, þar sem hún þýðir nýjasta lekaskjal, þá er ekki að ræða það að við Íslendingar borgum krónu í þessu Icesave máli steinþegjandi og hljóðalaust, það er verið að brjóta á okkur mikið hérna...
Ríkistjórn okkar Íslendinga er að vinna í samvinnu við ESB, AGS, Breta og Hollendinga að því að láta okkur Íslendinga blæða út fyrir óreiðu mikla sem aðrir en við eigum. Ríkistjórnin á að vikja tafarlaust vegna þessarra samvinnu hennar gegn okkur Íslendingum.
Hvet ég alla til að lesa þessa grein Jakobínu Ingunnar Ólafsdóttir Leyniskjal Ríkistjórnarinnar, og vona ég að hún fyrirgefi mér að ég vitni í hana en fyrir mér þá er hún mikilvæg mjög og takk Jakobína fyrir hana. Sem og grein mína undir nafninu ESB,ESB og ESB... Hvað er í gangi eiginlega ?
Höldum vöku okkar núna.. ef einhvern tímann hefur verið þörf þá er það núna. Þetta er Landið okkar og við Íslenska Sjálfstæða Fullvalda Þjóðin. Kveðja.
![]() |
Vextir Icesave 387 milljarðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.1.2010 | 05:51
ESB.ESB og ESB... Hvað er í gangi eiginlega ?
Það er ekki lengur inn í myndinni hjá mér að það verði gerðir einhversskonar samningar við Breta eða Hollendinga, hvað þá að þessar þjóðir fari að sýna okkur einhverja samúð í örlæti eftir lestur minn á grein hennar Jakobínu Ingunn Ólafsdóttir við þessa frétt og vona ég að hún fyrirgefi mér, en ég get ekki án orða bundist eftir lestur hennar og hvet ég alla að lesa grein hennar Leyniskjal Ríkistjórnarinnar...
Í þýðingu hennar á einum skjölunum í viðbót sem nýlega hafa sloppið út eru ískaldar staðreyndir um hvernig Ríkistjórnin okkar er að láta okkur blæða vegna glæfralegrar framkomu við sig, og hvað fær Ríkistjórnina til að fara svona á bak við Alþingi og Þjóð er allveg óskiljanlegt...
Við skulum athuga það að þegar Ríkistjórnin samþykkir þetta þá á þetta alveg eftir að fara í gegnum Alþingi... Af hverju ríkistjórnin skuli hafa látið berja sig svona til hlýðni af ESB og tekið skýra afstöðu með Bretum og Hollendingum verðum við að fá skýringu á tafarlaust áður en það verður haldið nokkuð áfram í þessu Icesave máli...
Það kemur fram að ESB nefndin og aðildarríkin samþykkja að ræða fyrirkomulag fjárhagsaðstoðar við Ísland í gegnum ESB-AGS og tvíhliða... Það kemur einnig fram að Ísland samþykkir lagaskuldbindingar í tilskipuninni steyptar í lögfræðiáliti og það er ekki umsemjanlegt. En og aftur Ríkistjórnin er ekki með samþykki Alþingis þegar þetta gerist. ESB, Bretar, Hollendingar og AGS plotta sig saman.
Að Ríkistjórn Ísland samþykkir lagaskuldbindingar í tilskipuninni steyptar í lögfræðiáliti og það er ekki umsemjanlegt... þetta sem ég og við erum að lesa hér um á sér stað ef ég fer með rétt mál áður en þetta Icesave fer inn á Alþingi jafnvel fyrir kosningar... þetta er gert án samþykki Alþingis og þess vegna ólögleg aðgerð væntanlega á sínum tíma og þá en. Er þetta aðgöngumiðinn í ESB fyrir Jóhönnu og félaga...
Þetta er mjög alvaralegt mál, Ríkistjórnin er búinn að draga Íslendinga sem og Alþingi á asnaeyrum í þessu máli.
Ég vænti þess og væntanlega fleiri að Ríkistjórn Íslands stígi fram áður en lengra er haldið og segi þjóð sinni sannleikann af hverju hún lét bjóða sér svona framkomu, útskýri fyrir okkur af hverju hún tók þessa einhliða ákvörðun að láta okkur Íslenska þjóð blæða út liggur við að ég segi... Það kemur fram að ESB virðist ráða ansi miklu í þessu öllu saman. Þetta er fjárkúgun sem hefur átt sér stað væntanlega... Ríkistjórn á að taka aðildarumsókn okkar til ESB tafarlaust til baka og segja af sér strax í dag. Það skiptir ekki máli hvaða afsökun hún kemur með, það réttlætir ekkert samvinnu Ríkistjórnar Íslands við aðrar þjóðir um að knésetja okkur án þess að segja okkur eða hafa leyfi til. Þetta er samvinna að landráði segi ég hreinlega, enda eru Bretar farnir að segja að við gætum borgað í rafmagni. Stöndum saman Íslendingar allir sem einn hér, það er verið að tala um hagsmuni okkar þjóðarinnar hér. Hvet ég alla til lestur greinar Jakobínu I.Ólafsd. sem ég vitna til en og aftur undir nafninu Leyinskjal Ríkistjórnarinnar. Kveðja.
![]() |
Bretar og Hollendingar hætti einelti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar